10. desember 2019
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
Sálmur

Ó drottinn götu greiddu.
grædd þú í hjarta mér,Visku... og Líf mitt leiddu,
í lofsins faðm með þér.
Vonir lífi ljáðu,
líknar arminn þinn.
Í minni ævi áðu,
ætíð vert þú minn.

Ó tendraðu birtu bjarta,
frá blíðum faðmi þér.
Þá hamingju í hjarta,
ég hef í brjósti mér.
Ó faðir viltu vaka,
er veröld kastar gný.
Og burtu trega taka,
tendra sól á ný.


Þá daga er svíða sárin,
og sorgir berja á skjá.
Sölt eru tregans tárin,
þá trúr þú ert mér hjá.


Þú andar blíðum blænum,
og borgið hjarta er.
Þú bankar upp á bænum,
og blíða þín er hér.

Halt við brjóstsins barm,
börnum mínum þétt.
Við ástar þinnar arm,
áfanga leiðir rétt.
þeirra tæru tár,
Og trega á burtu vík.
þeirra æsku ár,
Þá árnast vonin rík.

Laufey Dís 1987


Ljóð eftir Laufeyju Dis Einarsdóttur

Flutningur í smábæ
Sálmur
Hálf leið á Húnaslóð
Ást mín sem dó.....Kalli
Náttúrutöfrar
Blönduósbær
Vínið
Kvöl tilfinninga.
Fótspor Skuggana
Reka viður
Þar sér þú
Straumur lífsins
Drykkju maðurinn
Hefur þú
Vegurinn,kærleikurinn og lífið
Nálgun
Seifur


[ Til baka í leit ]