Síðast er skildum með trega
var sárt að fara frá þér.
Öldur upp risu að vega
og einstaka teygðust að mér.
Hamingja er hugur í auði
í hjarta elska með þrá.
En hatur sem heftir er dauði
er í hyllingu horfir þig á.
Segðu mér sorg viltu ég borgi
skuld í brimi við brot.
Þar sýður á súðum með orgi
og sálin mun komast í þrot.
Líknandi hönd er læknar
leyfðu mér að vaka hér.
Seinna er veturinn vaknar
er vorið farið frá mér.
|