4. ágúst 2020
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
Til mömmu

Öll lífsins spor sem ei létt er að þramma
leitandi er ég að orðum í brag
að geta þér sagt hversu góð þú ert mamma
þú gafst mér svo margt sem ég á í dag.

Árin þau líða með eilífðar hraða
enginn veit hvað þau bera í skaut
ljúft er að þekkja til Þórustaða
þar sem fyrstu skrefin barnið hlaut.

Þakklátur drengur sem dagaði heima
dálítið lengur en ætlaði sér
hann lítur nú inn og lætur sig dreyma
að lífið það brosi við pabba og þér.

Ég elska ykkur bæði það ást mína vekur
hve yndislegt er að eiga ykkur að
og enginn það frá mér að eilífu tekur
þó endirinn sé á óþekktum stað.


Ljóð eftir Harald

Úr myrku djúpi (2007-09-17)
Ævintýri.
Jólavísur
Kveðja heim
Dagur í lífinu. (2010-11-25)
Óður til æskustöðva (2008-10-08)
Verslunarmannahelgin.
Lífið
Kjartan bóndi (2009-01-26)
Til mömmu
Tryggðarbönd
Minning.
Tréð mitt í garðinum (2008-05-20)
Nýtt líf
Jólavísa (2006-12-13)
Hjá þér ríkur ég er
Betra Líf
Hugleiðing sjóarans
Landið mitt
Trúarljóð
Landið mitt fagra (2010-03-26)
Ríkisstjórn (Til minningar)
Haust
Jólavísa 2010
Lækurinn (2011-10-20)


[ Til baka í leit ]