14. desember 2019
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
Upplýsingar um Reykjavík

i
Bergstaðarstrætið er lengsta gata á Íslandi,
þetta vita allir sem áhuga hafa á stórborgarmenningu.

ii
Þegar Bergstaðarstrætið var malbikað,
var fluttur inn sérstakur trukkur,
sem áður hafði verið notaður m.a.
við að reisa stíflurnar í stjórnartíð Rosvelts.

Þetta sagði mér maður sem vann að verkinu.

iii
Einu sinni kom upp sú hugmynd,
að setja upp hverfispöbb í Bergstaðastrætinu.
En karlmennirnir lögðust gegn því
konur tveggja þeirra voru eitt sinn drykkfeldar
og höfðu verið í ástandinu.
Þetta ljóð er safn af rauverulegum staðreyndum sem maður sem heitir Birgir Hjörleifsson lét mér í té. Hann lést úr lungnakrabbameini 1976


Ljóð eftir Todd Richardsson

Því að öll erum við dýr... (2004-09-22)
Upplýsingar um Reykjavík (2006-08-02)
Hvernig var helgin? (2002-06-12)
Land færitækjanna (2004-08-17)
Æskustöðvarnar (2002-09-24)
Trúarjátning (2007-01-01)


[ Til baka í leit ]