9. júlí 2020
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
HaustFrostið reisir kristalskletta í mold
og kuldans hendur endurbyggja fold.
Augu jarðar, vötnin, stara stirð
til stjarnanna í himins óra firð.

Fer að haust með fjaðurmjúkum dúni
farðar lauf og strá í hverju túni
gulu, rauðu, grænu, bláu trafi
girðir land frá efsta tind að hafi.

Fegurð hausts er fallvaltleikans gríma
felulitir dauðans – lífsins glíma.
Að lokum snjórinn línið breiðir svalt
á lífsins jörðu, eins og gleymskan, allt.


Ljóð eftir Hrafn Andrés Harðarson

Týnda ljóðið (2002-03-02)
Augu steina
Haust (2009-11-25)
De Profundis
Blængar blámans
Ekkert rugl þar


[ Til baka í leit ]