




















Höfundar: ©Notendur ljóð.is |
Meðan fæturnir báru hann
hljóp hann.
Hljóp
eftir ímynduðum vegi
umlukinn svörtu silki.
Leit ekki um öxl.
Hljóp
með lokuð augun
starandi inn í augnlokin.
Á leiðinni kastaði hann
af sér hamnum,
braut hann saman
og lagði á leið sína.
Stiklaði nakinn
yfir kalda steinana.
Hvítar iljarnar
skildu eftir svört spor.
...og minningarnar einar.
|
|
|
|
Ljóð eftir Önnu Þóru
stunga Stjörnuskrjáf (2004-11-24) orsök brot (2003-07-08) Hækur (2004-01-28) Kyrrð (2003-07-28) Hækur 2 (2004-11-17) Fall (2006-08-04) Orðið Suð (2004-07-09) húsblús kabárutfa Tilviljun eða grís? (2004-06-18) Um fjöll Saga úr umferðinni frelsi Lofbogi Lygavefur (2004-10-07) Skýrás Styrkur X Tiltekt (2004-12-22) Skoskur leigumorðingi? (2005-01-09) Blik Endurminning kennarans (2005-06-17) Án ábyrgðar (2005-04-03) Sannalegar sannar lygar Umsátur um ást Múrverk Klifur Fífillinn minningarnar einar bilin (2008-01-06) Bítl Til mömmu Leikur Jól - enn á ný Ok Kvín-bí Kreppa Himnasæla
[ Til baka í leit ]
|