Með heimþrá um jólin
veikur með mikið hor
sáttur við verkfærin og tólin
og bíður eftir að komi vor
sofandi hjá hér og þar
en heima er samt best
hugsar til þess sem áður var
og hvað sé í heiminu vest.
Undir álagi allstaðar frá
með veika von um bata
í trefilinn veikir ná
en fara samt út án fata
skítakuldi og vindur
alveg eins og heima
kuldinn alla menn bindur
og bannar þeim að dreyma
undir sólinni er sviti
enda mikill hiti.
Langar heim í heiðardalinn
í allan góða matinn
en hér hefst vertrardvalinn
og engin er batinn
drekkur kaffi og borðar brauð
og kastar upp svo mikið
úti er öll gatan auð
finnst hann hafa fjöskyldu sína svikið.
Nær í Brennivín og glas
og setur plötu á fóninn
konan á neðri hæðinni er með þras
en sendir henni rakleysið tóninn
hugsar aftur heim til sín
og tár rennur niður kinn
langar komast til þín
og segja hann sé þinn
en honum er ekki allt gefið
og þið öll það efið.
Tekur upp símann en ekkert hljóð
bölvar og gengur um gólf
sest svo niður og skrifar ljóð
og setur það í sitt pósthólf
klórar sér í hausnum fast
konan á neðri hæðinni öskrar
og hann fær móðursýkiskast
og konunni blöskrar.
Skrúfar frá krananum inn á baði
og afklæðir sig með hroll
horfin er drengurinn glaði
og brennivínið hefur tekið sinn toll
sparkar í klósettið og brýtur tá
langar svo að komast heim
reynir í sárabindi að ná
en það hefur einhver sent það út í geim
hann tilbiður guð sinn með tárum
en bróðir hans fer heim á hafsins bárum.
|