26. september 2021
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
Öldurnar

Þú stakkst af og settist í fjöruna
ætlaðir öldunum afganginn
Ískaldur sjórinn klæddi þig löðri
og fór saltri tungu um sárin
sem ekki sáust

ég hljóp á eftir þér óviss
horfði hljóð á öldurnar
sem tókst ekki að bera þig brott
heldur hvísluðu svörin
sem ekki heyrðust

Enda stóðstu upp holdvotur
og komst aftur
til að gefa mér eitt tækifæri
og afskaplega ljóta skel


Ljóð eftir Maríu Magnúsdóttur

Örmagna
Lítið bænastef
Hann
Öldurnar
Kaldhæðni
Ungfrú Framtíð
Hættu
Ein
Brosið þitt
Tilfinningarnar
Grár himinn (2006-05-15)
Klósett-iða-hring-iða
Vetrarbæn
Kröfur á íslenskan karlmann
barki látúns án tjúns
Feita barnið
Óvæginn hégómi
Landinn
Stór orð
Hárbeitt ævintýri (2007-04-25)
Lygi (2007-10-13)
Fortjaldið
Nornaseyði
Frímerki
Jólagjöf alþingis
Afturhald
Leikur
Sérðu þær ekki?
Ljós og skuggar (2008-07-15)
Get ekki meir
Angur


[ Til baka í leit ]