25. júní 2018
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
Laufskörð

Á löngum kvöldum líður seint úr huga,
þá leikur golan blítt við hvarm og vanga,
gangan upp á bratta stígnum langa
í gegnum skörð sem marga vilja buga.

Í grýttum urðum grafist beygur strangi,
og geig í hjarta hleypa má af hleinum.
Í laufsins krónum liggur fugl í leynum,
og lagið syngur handa ferðalangi.

Á linditrjánum laufin grænu fléttast,
sem leysa höfn í vorsins hlýja skapi,
og kveðja vetur krækilyng og drapi,
þá komstu hugur aftur hingað léttast.

Upprás sólar alltaf gleður tinda,
á eggjum hörfar þokuslæða nætur,
í morgunroða meitlast æska barna

Laufskörð brött í lendum hugarmynda,
sem lindin tær er speglar þínar rætur,
er lífshlaup þitt leynt í innsta kjarna.ÆRIR
1959 -Ljóð eftir ÆRI

Bláskel
Illugakvæði og Finns
Hnykkur
Tvídægra
Ljósheimar (2006-01-10)
Rauðbrystingur
Maríukvæði (2009-08-12)
Samstaða
Líkn (2007-02-03)
Hesthús
Mitokondría
Úr skáldfákadrápu
Refhvörf
Sumarvon
Í bældri lautu
Í heiðinni
Vor í Prag (2008-02-08)
Lidice
Löngufjörur (2010-01-23)
Laufskörð
Sumarskuggi
Sáluhjálp
galaxí gvendur
Jökulland
Fákar
Fjallkonan í Kárahnjúkum
Fingurbjörg
Þræðir
Alheimsins tóm
Eigum við að elskast
Haf og strönd
Haust
Fjalladís
Bölsýni
Í djúpinu
Hlákan


[ Til baka í leit ]