14. apríl 2021
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
Baldur Björsson

Ég sakna þín svo mikið afi
Þegar eg kem í heimsókn
Enginn afi til að taka á móti mér
Taka utan um mig og knúsa
Enginn afi til að fara með útí búð
Bara til að kaupa harðfisk útaf ég
Var í heimsókn.

Enginn afi til þess að fara með á
Verkstæðið. Koma á Akureyri er
Kvöl núna . Stór partur af þessum
Fallega stað lést með þér.

Þegar ég frétti að þú værir að deyja
Þorði ég ekki að koma og kveðja þig
Frekar var ég í eyjum í sjálfsvorkun
En fyrirgefðu ég hefði átt að koma
En ég var ekki nógu sterk þá ég sé
Enn eftir að hafa ekki komið

Lífið var svo erfitt. 1. febrúar
Hringdi mamma í mig í skólan
Sagði að ég þyrfti að fara í flug útaf
Afi væri mjög veikur. Ég fór útí horn
Og grét og grét þetta var það sem ég
Átti ekki von á fyrirmynd mín
Besti maður sem ég vissi um.

9. Febrúar 2005 hringdi pabbi í mig
Hágrátandi. Hann sagði mér að afi hefði
Dáið um morguninn að hann hefði sofnað
Eg var glöð og sorgmædd á sama tíma
Glöð að afi þyrfti ekki að kveljast lengur
En sorgmædd yfir að hafa ekki geta kvatt hann.

Ég vissi að afi hafði Krabbameinið en ekki svona
Mikið krabbamein það var útum allt og engin leið að
Stoppa það.
Afi var bara bíða eftir að deyja hann kvaldist hvern dag
Ég elska þig afi minn og vona að ég sjái þig þegar eg kem
Til þín og við getum farið útí búð eins og við gerðum allt
Bara til að kaupa harðfiskinn handa mér þó þið
Ættuð lítið sem engan pening sníttiru alltaf pening fyrir
Harðfisk fram úr erminni
Ég elska þig besti afi í heiminum

Baldur Björsson Frá Stóru-Þverá í Austur-Fljótum
Fæddur 24.febrúar 1933
Látin á Akureyri 9.febrúar 2005
Elín Björk
1990 -

Þetta er gert í minningu afa míns sem lést 9 feb 2005. ég var fyrst núna að hafa kraft í mér til að skrifa þetta en hágrét allan tíman ;( en ég elska þig mest afi minn ;*


Ljóð eftir Elín björku

Ég sakna þín vinur
Fyrsta stundin
Ást
Why ?
You made me
What is life ?
Baldur Björsson


[ Til baka í leit ]