29. september 2020
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
Saga um sorg í Reykjavík.

Saga þeirra er saga mín
saga þessi er engri lík
saga mín er saga þín
saga um ömmu og barn sem búa í Reykjavík.

Sorgir áttu saman þær
sögðu ei frá þeirri sorg
syrgðu saman tvær og tvær
sorgmæddar á göngu heim frá Grænuborg.

Sungu saman nótt sem dag
svefninn og á kvæðin sín
sungu ávalt sama brag
spurðu: Hvar er mamma, hvar er dóttir mín?

Sumir aldrei svörin fá
spurningin er þvíumlík
sumir aldrei fá að sjá
sorgina hjá ömmu og barni í Reykjavík.


Ljóð eftir Ásu Hlín Benediktsdóttur

Örlög
Saga um sorg í Reykjavík.
2s-lags ósómi
Draumur úr votri gröf
Erla, Hallgerður, Freyja
Ást


[ Til baka í leit ]