19. febrúar 2019
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
Úr myrkri

Hvínandi hamarhljóð fylgja
uppreið minni úr myrkri

skellir á hörðum köldum fleti
gljáandi flötum fleti

stál í stál

loðin manneskja löngu dauð hefur enn á ný
hrist úr vösum mér alla smámynt
og hlegið vingjarnlega
að fátækum fjársjóði mínum

nú er mitt að enn á ný

moka saman því sem ég á
og vilja kaupa upp heiminn
Eftir upplestur B.N. á W.W. í júní 2002. Allur réttur áskilinn höfundi.


Ljóð eftir Davíð A. Stefánsson

Við Suðurgötu (2001-11-26)
þú (2001-12-19)
Fyrir kuldatíð (2003-10-30)
Inni (2003-08-29)
Vegferð (2002-04-14)
Vindur og vissa (2002-02-06)
Borgarmúr (2005-01-06)
Alltaf allsstaðar aftur og aftur (2002-02-14)
Úr myrkri (2003-07-21)
Seint á hörðum kodda (2003-06-18)
Rökkrið (2004-01-17)
Sögn (2007-04-11)


[ Til baka í leit ]