30. september 2020
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
Erla, Hallgerður, Freyja

Prinsessa, drottning, eiginleg dís
djarfari öllum úr fjöldanum rís
gegnsýrð, grimmúðug, hjarta úr ís
manninn skil eftir í sárum.
Elska að drottna
Drottinn er ég
Ganga á fólki á mannlegum veg
óvægin, herská, ægileg
glotti yfir mannana tárum.
Enga hef samúð
ég ríki ein
í höllu úr blóði og tilskornum stein
enginn fær inngöngu, menn eru mein
snúa frá hliðum með brotin bein
sný hnífnum þó blæði í sárum.
Prinsessa, Iðunn, álfadís
Erla, Hallgerður, Freyja
grimmari öllum hjarta úr ís
fegurst allra meyja.


Ljóð eftir Ásu Hlín Benediktsdóttur

Örlög
Saga um sorg í Reykjavík.
2s-lags ósómi
Draumur úr votri gröf
Erla, Hallgerður, Freyja
Ást


[ Til baka í leit ]