20. maí 2019
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
Týndur

Ég er týndur.
Ég veit samt hvar ég er.
Ég finn bara ekki sjálfan mig.
En þá birtist þú.
Nú veit ég hver ég er.
Ég lifi í þér.
Meðan þú lifir,veit ég hver ég er.
Ef þú deyrð ,týnist ég aftur.

Núna er ég týndur,
því þú ert farin.
Ég ætlaði að fara á undan.
Svo ég mundi ekki týnast
en nú skil ég allt.
Ég er glaður að þú fórst á undan,
því ef ég hefði farið á undan,
hefðir þú týnst
og það hefði ég ekki viljað.

Fyrst ég er týndur,
Fyndu mig þá er ég kem á eftir þér.Daníel
1990 -Ljóð eftir Daníel

Týndur


[ Til baka í leit ]