20. maí 2019
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
Speglun|nulgepS

Í forstofunni hangir spegill.
Suma daga lít ég í hann,
suma daga ekki.
Að sjá mig á svo hreinskilinn hátt
er mér ofviða á stundum.
Því lygar eru ekki á hans færi.
Ekki eins og raddirnar
sem að ýmist blása mér hugrekki í brjóst,
eða brjóta mig niður eins og styttu.
Raddirnar, oftast svo háværar,
stundum svo lágværar.
Koma allsstaðar að.
Vegir liggja til allra átta
Þeir liggja allir til mín.


Ljóð eftir Kolbrúnu

Traust
Sumarþrá
Ekkert svar
Veruleiki minn
Er það okkur að kenna?
Speglun|nulgepS
Tapað/Fundið (2006-05-19)


[ Til baka í leit ]