Kyrrð dagsins
endurkoma fuglanna
undur veraldar
undarlega þurrir morgnar í úðanum
undarlega þurr kvöld í sólarroðanum.
Siðferði fjallanna klifin
tímalaus veröldin dæmd
óttalaust andrúmsloft
nært hjarta stjörnubjartar nætur
nært hjarta hvern skýlausan dag.
Eftir óteljandi leiðum
sigla hugsanir aldanna
undir leiðsögn ólíkra hugsuða.
|