Þegar nóttin kyssir svefninn og augnlokin eru dregin niður verður bæði dimmt að innan og utan. En skyndilega kveiknar ljós í hjarta sem vasaljós og leiðir mann út úr myrkrinu.
Þá fyrst færðu almennilega hvíld frá realisma samfélagsins. Þá ertu ekki að reyna að koma þér á framfæri, heldur snýst allt um þig. Þú ert miðdepill draumaheimsins í súrri náttúrunni með öllum þeim sem hjartað tekur utan um.
Vonandi rætast allir þínir draumar og hið súra verður að veruleika.
|