Á hestamótunum gerast menn glaðir.
Graðfolar þar títt úr hófunum skvetta.
Bjórdósir gestirnir opna handahraðir
og hendast vegalengdirnar á sér létta.
Já, líflegt var á Landsmóti hesta
og löptu menn þar bjórinn að vild.
Vingjarnleikinn vildi þó bresta,
en Víkingasveitin róaði af snilld.
|