22. mars 2019
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
Við bergsins bjarma

Blika ljósin, upplýst bergið kyssir sæ,
um bæinn vefjast rökkurtjöldin.
Stjarna raular lag í silkimjúkum blæ,
söngvaskáldið tekur völdin.

Svífa hljóðir yfir sænum mávar þrír,
sælir fljúga í kvöldsins eldi.
Mild er æskan, margur þráir ævintýr,
mætast ástir seint að kveldi.

Nótt, við bergsins bjarma hljótt,
býður ljúfa stund, við hamraborg og sæ.
Nótt, já læðist ljósanótt,
létt um byggð og ból í Reykjanessins bæ.

[2006]


Ljóð eftir Selmu Hrönn Maríudóttur

Einkamál (2008-10-14)
Einn í húmi nætur
Daðrað í dalnum
Húsafell
Limra (2004-04-13)
Til hamingju (2008-06-21)
Hugleiðing
Á þjóðhátíð fer ég
Við bergsins bjarma


[ Til baka í leit ]