14. nóvember 2019
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
Söngur melsins

(Sænskt þjóðlag)

Ég reisi bú þar sem blásin jörð
er barin langviðrum ströngum
og eflist stöðugt við átök hörð
þótt ólmist sandurinn löngum
við húsdyr mínar og hamist að mér.
─ Af honum aldrei ég griða bað mér.
En bíð í ró. En bíð í ró.

Ég róa úfinn og æstan sand
og undir vilja minn beygi.
Og yfir dauðablakkt auðnarland
svo arma mína ég teygi.
Ég bý mig undir er bú mitt stækkar
að bjóða gestum. Og sífellt hækkar
minn græni bær. Minn græni bær.

Er gró af elftingu gægist inn
ég gef því skjól til að dafna.
Svo býð ég velkominn vingulinn
því vinum að mér ég safna.
En þegar gestunum glæðist kraftur
ég gef þeim land mitt og flyt mig aftur
á blásna jörð. Á blásna jörð.


Ljóð eftir Ragnar

Samhljóðavísur (2008-10-04)
Í Nólsey (2008-01-15)
í orðastað stjórnmálamanns (2008-09-28)
Söngur melsins
Kvöldganga
Mánaspjall (2007-01-14)
Þróun (2008-05-28)
Tamning
Hringfætla (2007-03-16)
Drög að mansöng
Heimferð
Hvers vegna? (um 1965)
Í búrinu
Sjómannasöngur frá Flandern
Dísin (1968)
Til náungans (1960–1970)
Bragreglur (2009-02-16)
Álfamærin (2009-03-12)
Glefsur (2009-02-23)
Haustljóð
Nýtt Kötukvæði
Afmæliskveðja
Í Eldhrauni (2008) (2009-09-28)
Öngstræti (2010-02-08)
Minningar sægreifans
Úr stjórnmálalífi (2010-02-04)
Eitt er öruggt
Oddaflug (2012-02-27)
Eldhúsdagsumræður júní 2011
Sumar 2011 (2013-08-04)
Kveðja gests
Haust 2011
Sólhvarfaljóð
Ráðaleysi
Endarímið góða (2013-08-05)
Andvaka (2014-01-26)
Köllun (2014-01-27)
Norðurferð (2014-01-29)


[ Til baka í leit ]