16. júlí 2020
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
Grasker

Þegar ég hélt á hausnum á þér
Þegar þú bleyttir lófana mína
Þegar þú sagðir að þú gætir ekki meira
Þegar þú sagðir að mér væri ekki sama
Þegar þú sagðir að ástin væri grimm

Gat ég bara hugsað
Hvað hausinn á þér væri eins og grasker
Og þvælan úr þér væri appelsínugul
Og ef ég myndi kremja þig milli handanna
Myndirðu springa
Og klístrið færi aldrei frá mér

Það er helvíti blóðugt
að vera stungin af
Það er blóðugra
að láta sem ekkert hafi gerst
Þegar þú komst aftur heimGyða Fanney
1988 -

26.júní 2006


Ljóð eftir Gyðu Fanneyju

Hávextinismi
Kæri Velvakandi (2006-12-15)
Skáldið (2005-11-18)
Klámljóð
MTV Kynslóðin
Til stráksins í Þristinum (2006-01-29)
Ónefnt (2007-05-23)
Grasker
Gulrótarhaus
Madrid
Hálfkveðja (2007-03-09)
Hattur
Njálsgata


[ Til baka í leit ]