20. maí 2019
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
Hughreysting

Ef haf væri himinn,
og heimurinn grár,
þín veröld í molum,
á hjartanu sár.

Að eilífu elskar
en einmana ert,
yfirgefinn, sorgmæddur,
hvað geturðu gert?

Þú ert rót minnar gleði,
þú hjálpaðir mér.
Nú ert þú í vanda,
nú hjálpa ég þér.

Sama hvað verður,
slétt sama hvað.
Í ákveðnu hjarta
þú ætíð átt stað.Stefanía
1989 -Ljóð eftir Stefaníu

Að Sakna
Vonleysi
Hughreysting
Memories Remain
Black Fire
Share Eternity With Me
Græðgi


[ Til baka í leit ]