20. maí 2019
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
Vonleysi

Ákveðin er ég ekki
En veit þó hvað ég vil
Blóð mitt hleypur í kekki
Ég bæði veit og skil

Ég hika og ég stama
Ávallt alla tíð
Hvorki frægð né frama
Fæ ég, samt ég bíð

Veistu, einhver elskar þig,
Veistu, ég er til?
Ef þú skyldir finna mig
Veistu hvað ég vil.
Stefanía
1989 -Ljóð eftir Stefaníu

Að Sakna
Vonleysi
Hughreysting
Memories Remain
Black Fire
Share Eternity With Me
Græðgi


[ Til baka í leit ]