26. maí 2020
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
skotinn í flugvél

I.
skari, hann starir.
gónir á meyju
glæsta flugfreyju.
gapir sem api.

þá banka upp þankar:
\"hvað á ég að segja?
hver er þessi meyja,
fögur sem dögun?\"

mænir á væna.
þótt þrisvar hún brosi
í þursfésið frosið
tómur hans gómur.

eins minnið og sinnið.
hann bara\'er að borða
bældur án orða.
æstur en læstur.

II.
er gengur hún frá
galopnast þá
málið og munnur
og mels viskubrunnur.

hefst þá gums glíma
greindar við tíma.
hann upp raðar orðum
sem unnu á forðum.
viðreynslulínum
úr handraða sínum:
\"hæ, ferðu oft
svona hátt uppi loft?\"

skjálfandi iðar
skrifar á miða:
nafn sitt og netfang
(neyðarlegt umstang).

hún færist nær aftur
þá frýs kyrr hans kjaftur.
hann þvingaður þráir,
þeigjandi spáir.

eins greipt sé í gifsi
hönd geymir bréfsnifsi.
og hjartað það hamast!
en höfuðið lamast!

hann kann sig með konum
og kærleikans vonum.
hann vonaði og vildi,
veit að hann skyldi,
stand\'henni þétt hjá,
satt segja og rétt frá:

að hugurinn hreifst af
og hjartað sig sjálft gaf
fallegri skýjanna freyju
í flugleiða-dökkblárri treyju.

III.
það er fötlun að vera svo feiminn
er fegurðardís líður hjá
með brosi sem bjart sigrar heiminn
að bæklist allt munnstykkið þá!
allur réttur áskilinn höfundi og flugþjónum.


Ljóð eftir óskar

amma áttræð
hlutverk vísindamannsins
jól 2007
skýþróttir (2006-12-18)
6300 km hugarflug.
síðasta skiptið
Hinsta Jarðarförin
Flöskudagur
Um fingraferðir
Pabbi
Fyrsta brúðkaupið
Leikfimi
aldrei eins einmana, aleinn og svefnvana (2003-03-09)
eldhnöttur
rúnir og rósir I
rúnir og rósir II
upp hún brann er til hann fann
Jól 1994
Lífsreglur (til lítils bróður).
Jól 1998
Jól 1995
Áramótakvöld 1999
01011900 (2006-08-10)
Tár fellir (2004-08-14)
Í svefnherbergi sláturhússins
morgunljóð
áramótaheit ást
Emil tvítugur
2004
drykkjuvísa i
drykkjuvísa ii
óskar bata óskar (2004-09-28)
the cat within
barnatrú
Liggur ljóðaharpan hljóð (2004-08-27)
grímur
kraftaverka kona
Hamarsheimta (2004-09-07)
þessi skrýtna ást
klandur
skotinn í flugvél
Wasted Years
at the car rental agency
fermingarvísa handa halldísi
dómur
fræði strengja
ilmvatnsleifar II
ilmvatnsleifar (2007-09-13)
draumkennt svefnleysi (2008-07-24)
halldór logi
Eldsneytisfreyja
smellið hér til að bæta við athugasemd


[ Til baka í leit ]