10. ágúst 2020
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
Vonarglæta

Sprengjurústir umkringja uppruna minn
Borg fegurðar stendur eftir í logum
Sölt tárin falla niður mína kinn
Á meðan við heimsins ungbörn sofum
Í brothættri vöggu ég kalla á hjálp
Kallið er ekki endurgoldið
Þangað til móðir mín framkallar ást
Sem verður aldrei auðfundin
Þakklátur er ég fyrir minn griðastað
Þó að fullkomnunin sé andstæð
Taktu skrefið yfir þröskuldinn, velkominn í friðarspjall
Eitrið út og tæmdu þína kransæð
Af moldu er ég kominn
Að ösku mun ég verða
Vel til þess er ég fallinn
Mannorð mitt að verjaJóhannes
1981 -Ljóð eftir Jóhannes

Vonarglæta


[ Til baka í leit ]