8. maí 2021
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
Gunnar er enn heill heilsu

gegnsýrð af ófrjósemi!

(athugasemdin á við um efni sem flokkast sem
krabbameinsvaldandi
stökkbreytivaldandi
hafa skaðleg áhrif á æxlun
stefna skal að því að efni sem eru framandi í umhverfinu
skaðleg mönnum og náttúrunni
verði ekki til staðar í framtíðinni)

þegar ég stóð á ganginum á slysadeildinni
horfði inn í stofuna
þar sem hann lá meðvitundarlaus
að berjast við ófrjósemi
bíða eftir að fara ekki
bara til að verða fyrir vonbrigðum--

sterkt eitur
gæti verið lífrænt leysiefni
eða hættulegt heilsu
í tengslum við efnið
hættulegt umhverfinu
ertandi
hættulegt magn
af efnafræðilega óstöðugum efnum
í hættulegum styrkleika

hættu!

vá ég vildi ekki hitta
alvöru frjálshyggjumann
að þínu skapi
þú kveikir í húðæxli
á gasgrilli drauma þinna
þú dælir paraffínolíu
í pípulagnirnar mínar

(persónuhlífar ófullnægjandi
efnið getur ert
skaðlegt vatnalífverum
skaðleg langtímaáhrif
á lífríki í vatni)

þar liggur
slefandi gallalausi séfferhundurinn
í steranautinu:

ég er farinn að drekka meira kaffi
stórhættulegt
sé ekki fram á að geta staðið mig
í frænkuhlutverkinu


Ljóð eftir Hjörvar Pétursson

síðdegis (2005-11-24)
í litlu þorpi (2003-04-01)
ökuljóð (I) (2005-10-05)
ökuljóð (II) (2006-06-28)
ökuljóð (III) (2006-07-31)
eftirleikur (2005-03-09)
Gunnar er enn heill heilsu (2006-11-03)
Pissusálmur nr. 51 (2006-11-22)
þar sem þið standið (2007-04-28)
erótómía (2007-03-20)
heiði (2007-06-15)
lyst (2007-05-05)
paradísarhylur (2007-10-22)
kveðja (III) (2008-05-19)
djöfullinn er upprunninn að neðan


[ Til baka í leit ]