30. nóvember 2020
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
skiljist

brenni dagar líði glóð
og nætur um dúnfylltar sængur
líði ský falli regn rísi sól
og setjist komi morgunn héluð birta
líði vindur sveiflist tré komi sígarettur
dagblöð og bollar af kaffi lesist bækur
opnist augu og lokist klekist púpur
rísi loftbólur og springi spretti blóm
falli lauf blikki sjónvörp opni búðir
klingi kassar glennist fætur
svitni lófar streymi blóð grenji börn
opnist kistur og lokist rísi haf og hnígi
hjarta og þenjist fólk og deyi
Úr bókinni Augnkúluvökvi. Nykur, 1999. Allur réttur áskilinn höfundi. Steinar Bragi vakti strax mikla athygli fyrir kraftmikla fyrstu ljóðabók sína, Svarthol. Hann hefur síðan gefið út ljóðabókina Augnkúluvökvi og skáldsöguna Turninn. Þriðja ljóðabók Steinars Braga, Ljúgðu Gosi, ljúgðu, kom út jólin 2001.


Ljóð eftir Steinar Braga

Úr gamalli kennslubók (2001-11-17)
skiljist (2001-12-02)


[ Til baka í leit ]