23. nóvember 2020
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
JÓLASTJARNANÍ kvöld mun ég horfa í himininn inn
og hugsa: þarna er stjarna.
Þótt viti ég núna að Venus þar skín
sem villir enn hugina barna.
Mig langar samt ennþá að lifa í trú
á ljósið sem blikaði forðum
og upplifa það sem í æsku ég sá
en ekki fæ lýst með orðum.

Ég gat ekki skilið það glitrandi tákn
sem geymdi hér söguna alla,
um barn sem að fæddist í birtunni þess
og bænirnar Jesúm kalla.
Englar og vitringar áttu sér líf
og uppi var skapari þessa
sem klerkarnir hitta í kirkjunni oft
og kunna svo vel að blessa.

Árin þau líða og æskan er brott,
ellina tíminn vekur.
Manneskjan á sína minningu´um hann
sem mörgum frá ljósið tekur.
Skrítið er lífið og skemmtilegt oft
þótt skuggar í hornunum bíði,
englarnir flognir að endingu brott
frá eilífu mannanna stríði.

Hátíðabragur og heilög jól,
hryngja nú klukkurnar allar.
Kertaljósin og kaldur snjór
og kjötið í ofninum mallar.
Saminn er friður og sungið í kór,
sælla´er að gefa en þyggja.
Og Jesúbarnið og jólasveinn
í jötunni saman liggja.

Ó.G. 05


Ljóð eftir Ólínu Gunnlaugsdóttur

GAMLA KONAN (2003-07-29)
SUMARÁST
VOR
HÚS (2003-11-15)
BÍDDU MÍN Í GARÐINUM
VEGGURINN
GLEÐI
ÖGNIN
KELLINGIN
SAGAN Í HLEININNI
FÍFUKOLLLUR
FRELSI
KVÍÐI
Una
Við
Gættu þín
Bæbæ
JÓLASTJARNAN
SYSTURNAR ÞRJÁR


[ Til baka í leit ]