23. nóvember 2020
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
SYSTURNAR ÞRJÁRHún Katrín kann að spila,
hún spilar á mandolín.
Hún Kristrún kann að spila,
hún spilar á bassa fín.
Svo syngja þær um Snata
snjalla vininn kæra.
Þær systurnar sitja og spila
og syngja ljóðin sín.

Hún mamma um systurnar syngur,
hún syngur fyrir þær.
Svo telur hún tuttugu fingur
og tuttugu litlar tær.
Er kisa kemur á gluggann
með kámuga þófa og klær,
þá Kristrún kisuna tekur,
kembir henni og þvær.

En svo urðu fljóðin fleiri,
þeim fjölgaði skjóðunum þeim.
Og hljóðin meiri og meiri
er María kom í vorn heim.
Og skruddurnar skammast og rífast
ef skert eru þeirra völd.
Pabba og mömmu þær mæða
frá morgni og fram á kvöld.

En þó að þreyttar mömmur
þrái nú hvíld í nótt.
Og langi að afar og ömmur
angana svæfi rótt.
En morgninum mæta svo glaðar
og mömmuna faðma blítt.
Á kinnina kyssa hann pabba
svo karlinum verður hlýtt.
Ljóð eftir Ólínu Gunnlaugsdóttur

GAMLA KONAN (2003-07-29)
SUMARÁST
VOR
HÚS (2003-11-15)
BÍDDU MÍN Í GARÐINUM
VEGGURINN
GLEÐI
ÖGNIN
KELLINGIN
SAGAN Í HLEININNI
FÍFUKOLLLUR
FRELSI
KVÍÐI
Una
Við
Gættu þín
Bæbæ
JÓLASTJARNAN
SYSTURNAR ÞRJÁR


[ Til baka í leit ]