19. september 2021
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
Sumarblíða

Ég sit í sólinni umkringd fólki á Austurvelli/
lífið svo dýrlegt og ég bjórnum í mig helli/
Ótrúlegasta fólk úr öllum þjóðfélagsstéttum/
safnast saman hér í friði yfir friðarsígarettum/
Rónahópur til vinstri og bissnesmenn til hægri/
hér er enginn einn hópur öðrum lægri/
Hér gerum við allt sem okkur langar/
því sólin fær okkur til að gleyma að við erum vinnunnar fangar/
Og á meðan bjórinn flæðir/
og von okkar glæðir/
um að dagurinn í dag muni aldrei taka enda/
og sólin hætti aldrei sólargeisla sína að senda/
þá er mér minnisstætt/
hvað það var frábært/
þegar ég var lítið barn og líf mitt var einfalt og útpæltMaggý
1979 -

samið í geggjuðu veðri 14-06-02


Ljóð eftir Maggý

Mín hinsta ákvörðun
Aðskilnaður
Fortíð
Sumarblíða


[ Til baka í leit ]