7. júlí 2020
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
Jónsmessunótt

klukkan er 12.00

ég ligg nakin í dögginni
umlukin ilmandi grasi
sem stingst upp í rassinn á mér

klukkan er 12.01

ég er að frelsast og
þroskast hérna í dögginni
samt er mér ískalt

klukkan er 12.02

ég heyri ekkert hljóð
ekki einu sinni fugl kvaka
enda er dögg í eyrunum á mér

klukkan er 12.03

ég heyri samt eitthvað þrusk
mjög óljóst en ég verð víst að
rísa upp núna því það er einhver að koma.Þula
1984 -

Hluti af verkefni...svokölluðum póstljóðum !


Ljóð eftir Þulu

Týnd ljóð
Dagur.
Jónsmessunótt
Barnið


[ Til baka í leit ]