23. september 2021
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
Hver er sá

Hver er sá
sem þekkir mig
og mína innstu drauma
Hver er sá
sem lítur mig
og veit hver í mér býr
Hver er sá
sem ratar um
í skógum minnar sálar
Hver er sá
sem á það bros
einkum ætlað mér
Hver er sá
sem að sólu verður
ef að tár mitt þarf að þerra
Hver er sá
sem þétt mig leiðir
í stormi sem og blíðu
Hver er sá
hver er sá
það er mitt að vitaM.Elva S.
Samið vegna brúðkaups frænku minnar 2006..


Ljóð eftir Margreti Elvu

Hver er sá
Lífsylur
ÓÐUR TIL EIGENDA
Hvar varst þú í dag?
Tilgangurinn


[ Til baka í leit ]