7. júlí 2020
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
æskumorð

Prísund lífsins,
lokaðar minningar,
ósýnileg tár

Brosandi leikhúsgríman,
brunnin að innan
líkt og tóbaksreykur hafi svifið um
í rúm 30 ár

sífrerið andlitið
neitar að bráðna
og
hjálpin er þörfin
en kemst ekki að

því grátmúrinn er þykkur
og ekkert hann brýtur

nema eigin sorg
sem bergmálar


Ljóð eftir Þórgný Breka

Darwinismi
æskumorð
bak við lífið
skammfarir
svart silki
einsog í sögu
ljósvetningagoðinn
gamaldags hvítt


[ Til baka í leit ]