Nú væri upplagt að bera út börn
blíðu er veður og myrkvast skjótt
mild eru frost en mikið um hjörn
mætti í leiðinni bjóða góða nótt.
Útburðir voru settir út á hjarnið
alla tíð þeir hafa að fólki sótt
illt er líka að vera einskis barnið
og öskra frá sér lífstórunnar þrótt.
Yndislegt ku vera ástand hér í dag
illur þó læðst að mér grunurinn
fóstureyðingar færa þetta í lag
fílaðar í botn en hver er munurinn?
Ófögnuðurinn
Yndið ljúfast yljar mér
alsæl strengi kviðinn.
Dýrðlegt að láta drepa úr sér
djöfuls ófögnuðinn.
|