23. janúar 2021
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
erótómía

ég hef kannað
með tungunni

munn þinn
þvagrás
endaþarm

þótt ég þekki þig varla

ég hef ósjaldan
mælt mér mót við þig

mæti þó aldrei þeim manni
sem þú geymir
inn við beinið

í iðrum þér

ég hef reynt
að nálgast heilann
á bak við þig

undir óteljandi
óvæntum hornum

hugur þinn fullur af glufum
útsmoginn
ótæmandi búr vopna

alltaf stendurðu uppi
með pálmann í höndunum

þó hef ég kafað
með tungunni

í hlustir þínar
nasir
tvíburabróður


Ljóð eftir Hjörvar Pétursson

síðdegis (2005-11-24)
í litlu þorpi (2003-04-01)
ökuljóð (I) (2005-10-05)
ökuljóð (II) (2006-06-28)
ökuljóð (III) (2006-07-31)
eftirleikur (2005-03-09)
Gunnar er enn heill heilsu (2006-11-03)
Pissusálmur nr. 51 (2006-11-22)
þar sem þið standið (2007-04-28)
erótómía (2007-03-20)
heiði (2007-06-15)
lyst (2007-05-05)
paradísarhylur (2007-10-22)
kveðja (III) (2008-05-19)
djöfullinn er upprunninn að neðan


[ Til baka í leit ]