23. janúar 2021
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
lyst

já þetta var nú hálfskondið allt þarna í hádeginu þar sem ég stóð yfir eldavélinni með súpubréf í hendi meðan hún læddist óvænt aftan að mér og strauk nett yfir punginn guð hvað ég fann það vel gegn um buxurnar hún er með rafmagn í fingrunum og hún fann nú víst sitthvað líka þar sem hún stundi eins og smástelpa — (mig langar svo í eitthvað haa langar svo hmm í eitthvað að éta) — meðan limur minn þrýsti mjúklega á efnið í klofi mér og hún var tekin að lauma fingrum milli talna í klaufinni og ég sagði eitthvað gáfulegt um það hvað við værum nú öll miklir fangar frumþarfanna en svo varð ekkert úr þessu, ekki fyrr en um kvöldið því ég var orðinn svo helvíti svangur

Ljóð eftir Hjörvar Pétursson

síðdegis (2005-11-24)
í litlu þorpi (2003-04-01)
ökuljóð (I) (2005-10-05)
ökuljóð (II) (2006-06-28)
ökuljóð (III) (2006-07-31)
eftirleikur (2005-03-09)
Gunnar er enn heill heilsu (2006-11-03)
Pissusálmur nr. 51 (2006-11-22)
þar sem þið standið (2007-04-28)
erótómía (2007-03-20)
heiði (2007-06-15)
lyst (2007-05-05)
paradísarhylur (2007-10-22)
kveðja (III) (2008-05-19)
djöfullinn er upprunninn að neðan


[ Til baka í leit ]