Ég er svo reið,
því ég veit
að ég hefði verið
ein af þeim.
Ég hefði endað
í þröngri lest,
ég hefði endað
í gasklefa,
ég hefði endað
í skurði
ásamt
beinagrindum
þöktum húð.
Ég hata þá,
þeir tóku persónuleikann,
þeir tóku gleðina,
þeir tóku lífið.
Ég hata þá,
því þeir hata,
það sem er öðruvísi.
Ég lifi
og
ég er öðruvísi.
|