Í bókasafni hugans,
Geymi ég bækur
Er ritaðar voru
Á tímum Barbí
Og snjókalla.
Bækur um snjóengla,
Ferðalög,
Hlátrasköll
Og
Vöfflur.
Bækur um ofspilun
Evróvisíondiska,
Söng í dyrasíma
Og
Greyið dúkkuna
sem við máluðum
í framan.
Þessar bækur
Eru minningar
Sem ég gef aldrei frá mér
Einfaldlega vegna þess
Að við eigum þær saman
Og það er það
Sem skiptir máli.
|