26. september 2021
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
Dýrsleg

Ég er að kafna úr orku sem fær enga útrás.
Ég er að kafna úr löngunum og þrám.
Hugurinn hringsnýst og heilinn er í hræringi.
Of margir valkostir, möguleikar og tækifæri.
Ég sé ekkert, sannleikurinn of stór.

Þegar ég leita að svörum er þeim troðið í kokið á mér,
en aldrei þau réttu.
Ég kikna undan þrýstingi og stjórnsemi.
Nei fyrirgefðu, heilræðum og góðri meiningu.

Ég gerist dýrsleg og öskra af lífs og sálarkröftum:
Ef þú ræðst inn á yfirráðasvæði mitt ríf ég þig í tætlur.Ljóð eftir Jónínu Herdísi

Þögn
Góðar minningar
Dýrsleg
Í gær
Kópavogur gleypti móann minn (2007-07-08)
Bölvuð jól


[ Til baka í leit ]