




















Höfundar: ©Notendur ljóð.is |
Þegar ég horfi á tréð mitt í garðinum
fer minn ruglaði haus í samband við núið
og það gaukar að mér að þetta líf sé
bara gott eins og það er.
En í amstri dagsins fer hausinn minn á flug
og segir mér að ég gæti verið stórkarl
verðbréfasali eða bissnesmaður
og haft það miklu betra.
En þá spegla ég mig í trénu mínu í garðinum
sem er bara það sjálft
og hefur það ágætt
núna.
|
|
Ég neyttist út í garð í vorverkin |
|
Ljóð eftir Harald
Úr myrku djúpi (2007-09-17) Ævintýri. Jólavísur Kveðja heim Dagur í lífinu. (2010-11-25) Óður til æskustöðva (2008-10-08) Verslunarmannahelgin. Lífið Kjartan bóndi (2009-01-26) Til mömmu Tryggðarbönd Minning. Tréð mitt í garðinum (2008-05-20) Nýtt líf Jólavísa (2006-12-13) Hjá þér ríkur ég er Betra Líf Hugleiðing sjóarans Landið mitt Trúarljóð Landið mitt fagra (2010-03-26) Ríkisstjórn (Til minningar) Haust Jólavísa 2010 Lækurinn (2011-10-20)
[ Til baka í leit ]
|