Afi minn er maður,
maður sem man aðra tíma.
Afi minn er persóna,
persóna Íslands.
Afi minn er lágvaxinn,
en þó sé ég stjörnurnar
bera við himin
þegar ég lít upp til hans.
Stoltið sem ég finn,
þegar ég sé afa
er fólgið í ástinni
ástin; fögur sem aldrei fyrr,
sem eilíft sumar í firði
með sóleyjar í brekku
og hamingju.
|