




















Höfundar: ©Notendur ljóð.is |
Núið inniheldur bæði fortíðina og framtíðina.
Í núinu er vitundin sem menn kalla Guð.
Sú vitund er meiri en vitund mannsins,
eða sameiginleg vitund allra manna.
Vitund er frumorsök alheimsins.
Þess vegna er ritað að Guð skapaði himinn og jörð.
Í núinu er öll vitneskja,
um fortíð, framtíð, orsök og afleiðingar.
Um allt sem er sýnilegt og ósýnilegt.
Ekkert verður til utan þess.
Í núinu sáirðu og þú uppskerð í núinu.
Núið er sá staður sem þú ert núna.
Núið er ekki minning eða ímyndun.
Gluggi að núinu er skynjun,
en núið er ekki skynjunin.
Handan skynjunar er allt sem gerist samtímis.
Handan þess er orkan sem orsakar hlutbundin veruleika.
Sú orka er í efninu, og efnið bindur hana.
Vitund er handan orkunnar. Orka án vitundar er ekki til.
Sköpunin og skaparinn er ekki það sama.
Sköpunin er verk skaparans. Maðurinn er í sköpuninni og hefur eiginleika skaparans.
Þess vegna er ritað Guð skapaði manninn í sinni mynd.
Alheimur án vitundar er ekki til.
Því til sönnunar eru þessi orð.
Allt í alheimi er bundið lögmálum. Ekkert er utan lögmála.
Vitundin rannsakar öll lögmál.
Það lýsir jafnframt lögmáli vitundar.
Það lögmál er að Vitund er orsakavaldur alls sem er.
|
|
|
|
Ljóð eftir Vélar
Tímavélin orðin Undraland Rós Ferðin DISCLAIMER nútíminn undir sól leit ófrjáls Eilífðarvélin tár meyjunnar heimur Þú einn leið (2009-11-06) hverfileiki fánaberi ekkert sandur Ljóð án titils Sóley (2009-12-03) Vitund fálki X Reykjavík rökkur hermenn Siðasta vígið Tilraunin Gatan Lúlú og Goggi (2008-04-20) Steypa Er Alltaf eins Dagvistarstofun (2016-10-15) Sumarnótt Umferðarmiðstöðin Augu (2009-03-19) Liljur vallarins (2009-05-27) Stundarglas Ímyndun (2009-04-13) Músi Reykjanes Sjávarborg Miðjan Golden fimmtíu Smart babe (2016-02-20) heimsendir (2009-11-02) Friðarsúla (2009-10-19) Smiðshögg Blóm (2009-11-21) Dagur Hylur Jane Vesen Betra hér Gólftuska (2010-02-12) Nafnlaus Skuggi Geislavirku börnin Meira rusl Hvítur fugl Malbik Í lautarferð Kvöldfréttir Ægisgata Já (2012-03-17) Spámaðurinn Gamall maður Erfiðir tímar (2012-04-07) Sýndarblaðra Sjálfskipting Trú Holræsi Allt sem þarf Borgarferð (2013-09-05) Halló Áfram draumur Öryggi Ný vakt Ára (2013-10-21) Handan Gítarspil (2014-06-22) Brestir Helmingur (2013-12-17) Nótt > Gítarspil Lokun Sennileg Kolefni Kalt vor Græna eyjan Ský Fjara Handan Fólkið (2017-10-29)
[ Til baka í leit ]
|