30. september 2020
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
Besame

Kossinn þinn heitan,
kysstu mig, kysstu mig oft
ef kveðjumst í dag
vonin í hjarta mér deyr
aldrei við snertumst á ný.

Augun þín djúpblá
kom, kom þú nær mér í kvöld
í djúpinu speglar
speglast í augunum ást
á morgun ég söknuðinn ber

Í húmi ég kveð
mitt hinsta og fegursta ljóð
handa þér einni
hræðist ei söknuðinn meir
ef kyssir, kyssir þú mig

Ást, haltu mér fast
við faðminn þinn þétt í nótt
fjarlægðin heilsar
ekkert ég þekki svo sárt
augun þín hverfa á braut.

Kysstu mig lengi
í draumum komdu til mín
geymdu í augum
spegilmynd ástar sem dó
aftur mig vektu til lífs.Ærir II
1959 -

(tanka nr 15. þýðing/staðfæring/eða ort undir áhrifum af á ljóði Consuelo Velázquez, Besame mucho)


Ljóð eftir Æri

Hrím (2007-09-28)
Meitill (2006-06-06)
Besame
Bið (2007-06-09)
Í mörkinni (2006-05-01)
Hugljómi (2007-10-07)
Ljóðheimar
Urt (2006-06-01)
Blómið (2008-07-16)
Brot (2006-06-19)
Myrta
Stjörnurnar vikna
Bogaljós (2007-07-21)
Gleymdu mér ei
Spegill
Naustabryggja
Bjarmi
Blæbrigði
Dreyri (2007-10-03)
Haustlitir
Umferðarteppa
Óhræsið
Flótti
Blágrasadalur
Aðventa
Quantum
Ímynd
Söknuður (2008-06-25)
Gyðja
Aldagömul hús
Kvöld í Kína
Blómabreiða
Formaðurinn
Ljóðagrjót (2010-12-07)


[ Til baka í leit ]