23. september 2019
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
Læstar dyr

Í vasanum geymi ég lykilinn
að dyrunum
sem ég geng alltaf að á nóttunni
þegar ég sef.

Ég ímynda mér
hvað leynist handan þeirra
og bý til nýja sögu
um þá dularfullu veröld
á hverri nóttu.

Mér finnst gott
að finna fyrir lyklinum
í vasanum yfir daginn,

en þegar kvöldið kemur
legg ég hann í lófa þinn
til öryggis
áður en ég sofna.
Úr ljóðabókinni Í felum bakvið gluggatjöldin (2007)


Ljóð eftir Þórdísi Björnsdóttur

Saman (2004-10-01)
Súkkulaðikakan (2007-02-05)
Pappírshjörtu (2007-03-24)
2. (2005-04-02)
Draumurinn (2005-10-22)
Sjálfsmorð (2007-07-25)
Manstu (2007-05-27)
Mynd (2007-08-01)
Í þögn
Á grein
Skuggi á vegg
Í fjörunni
Við árbakkann
Tré
Læstar dyr
Bakvið hurð
Eins og hann (2007-07-29)


[ Til baka í leit ]