28. janúar 2021
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
Betra Líf


Tímarnir breytast og við líka
Ég get séð það núna
Að ekkert er sjálfsagt
Og ekkert fæst fyrir ekki neitt.

Að valta yfir allt og alla
Og vilja að þeir séu eins
Og við viljum hafa hafa þá
Gengur ekki upp.

Ég var á flótta undan sjálfum mér
og fattaði ekki að það var ég
sem að þurfti að breytast
Ég þurfti að sættast við sjálfan mig
Og vera ég sjálfur.

Þá gat ég farið að gefa af mér
Þykja vænt um aðra
Sjá allt það fallega í lífinu
Og njóta þess að vera til.

Í dag er ég þakklátur fyrir hvern dag
Sem ég vakna heilbrigður
Og get þakkað guði fyrir það sem ég á
Og beðið hann um að leiða mig áfram
Til betra lífs.

Trúin flytur fjöll


Ljóð eftir Harald

Úr myrku djúpi (2007-09-17)
Ævintýri.
Jólavísur
Kveðja heim
Dagur í lífinu. (2010-11-25)
Óður til æskustöðva (2008-10-08)
Verslunarmannahelgin.
Lífið
Kjartan bóndi (2009-01-26)
Til mömmu
Tryggðarbönd
Minning.
Tréð mitt í garðinum (2008-05-20)
Nýtt líf
Jólavísa (2006-12-13)
Hjá þér ríkur ég er
Betra Líf
Hugleiðing sjóarans
Landið mitt
Trúarljóð
Landið mitt fagra (2010-03-26)
Ríkisstjórn (Til minningar)
Haust
Jólavísa 2010
Lækurinn (2011-10-20)


[ Til baka í leit ]