19. september 2021
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
Sérðu þær ekki?

Sérðu þær ekki? stúlkurnar
sem læðast um líkt og draugar
á hnúanum blóðugt tannafar
á andliti djúpir baugar

Sérðu þær ekki? leita lífs
þorsta hins deyjandi, sönnum
en feta sig áfram á brúnum hnífs
týndar guðum og mönnum

Sérðu þær ekki? fálmandi
blindar svo um munar
fegurð í spegilmynd framandi
fórnarlömb átröskunar


Ljóð eftir Maríu Magnúsdóttur

Örmagna
Lítið bænastef
Hann
Öldurnar
Kaldhæðni
Ungfrú Framtíð
Hættu
Ein
Brosið þitt
Tilfinningarnar
Grár himinn (2006-05-15)
Klósett-iða-hring-iða
Vetrarbæn
Kröfur á íslenskan karlmann
barki látúns án tjúns
Feita barnið
Óvæginn hégómi
Landinn
Stór orð
Hárbeitt ævintýri (2007-04-25)
Lygi (2007-10-13)
Fortjaldið
Nornaseyði
Frímerki
Jólagjöf alþingis
Afturhald
Leikur
Sérðu þær ekki?
Ljós og skuggar (2008-07-15)
Get ekki meir
Angur


[ Til baka í leit ]