26. september 2021
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
Sígarrettutíminn

Klukkutíminn fallinn
kanillinn klikkar inn
dansaðu dimmar nætur
um dáleiddar geðrætur

Djöfull er þetta skemmtilegt.
Skrifa þetta sennilega af því bara
ekkert meira afgerandi sniglast svona
mögulega áfram líðandi tíminn.

En fastur í gír afturábak
gengur líf mitt út um opin
gluggann ofaní græna ruslatunnu
fulla af dauðum svörtum rósum

langar til að losa um
heljargreipar líkkistunagglans
brenn til dauða verð sem
aska í bakka sendur til himna
að moldu skaltu aftur verða.

Tíminn stendur í stað
eins og hurð á gafli
stafli af hugsunum
læstar inni af hæfni.


Ljóð eftir Finn Daða

Sólhringir
Sígarrettutíminn
Það er eitthvað
sú sem sjóinn sauð
Viðsnúningur


[ Til baka í leit ]