Á hálfsárs afmæli 2007
Hjá Krötum fór á verri veginn,
að villast út af settri braut.
Þau eru svona siðlaus greyin,
með sóða fyrir rekkjunaut.
Bófar í hópum best sín mega,
því bera jafnan æru ringa.
Það er vont við vonda að eiga,
veljist þeir til stærri þinga.
Gæfan fylgir góðri nenn´,
í góðum málum eins og gengur,
en skauðar þessir murka menn,
í mannréttindum drengur.
Sá á bágt sem illu ann,
ætti bara, rassskellann,
níðir sjúkan náungann,
nýtur sín, að féflettann.
Lítilmagninn er með lífi og sál
og lifir ekki nema fá að borða,
en eilífar lygar, loforð og tál,
er léttvægt í matarforða.
Þeir sem lifa í vellystingum
virða ekki baun,
vandamálin öryrkja
og hverja þeirra raun.
Vona bara að fleiri en ég
krafli í þeirra kaun,
og kynni þeim mannasiði
til að hafa í laun.
|