21. september 2020
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
Óhræsið

Bíður í leyni
læðist að hælum
bítur í sinar
bæklar svo sinnið
óhræsið betra
strýkur um lendar
stærist og lofar
liggur með mönnum.

Leitar að huggun
laumast í faðminn
lýgur að sjálfi
rænir og rupplar
skilur með skæting
skelfir dreng góðan
skemmtir þá skratta
skúrkur er ástin.

Í vari er vonin
veit sá er bíður
vantar ei kjarkinn
verstur er sjálfum
ástin deyr aldrei
heiftin oss brennir
heitur er eldur
sem okkur aðskilur.

Hvar skildu leiðir
skollagrimm veður
sköpuðu örlög
langt er um liðið
gróandi gefur
gæfu ef sættumst
gleymum ei vori
er sólina gafÆrir II
1959 -Ljóð eftir Æri

Hrím (2007-09-28)
Meitill (2006-06-06)
Besame
Bið (2007-06-09)
Í mörkinni (2006-05-01)
Hugljómi (2007-10-07)
Ljóðheimar
Urt (2006-06-01)
Blómið (2008-07-16)
Brot (2006-06-19)
Myrta
Stjörnurnar vikna
Bogaljós (2007-07-21)
Gleymdu mér ei
Spegill
Naustabryggja
Bjarmi
Blæbrigði
Dreyri (2007-10-03)
Haustlitir
Umferðarteppa
Óhræsið
Flótti
Blágrasadalur
Aðventa
Quantum
Ímynd
Söknuður (2008-06-25)
Gyðja
Aldagömul hús
Kvöld í Kína
Blómabreiða
Formaðurinn
Ljóðagrjót (2010-12-07)


[ Til baka í leit ]