18. júní 2021
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
Dóttir

Það er lítil rós
sem andar sætum ilmi til mín,
skyldu aðrir elska hana
þegar hún opnar blómin sín.
Eða verður bikar hennar tæmdur
og sætindin numin á brott,
svo sitji eftir brotið hjarta
sem nakið harmar örlög sín.

Ég skal vernda þig
þyrnilausa rós
fyrir illum öflum
sem vilja særa og meiða.
Ekki vildi ég sjá þig
fölna á kistu gamals manns
né orma nærast á rótum þínum
að morgni sumardags.

Þú átt eftir að blómstra
um mörg ókomin ár
fegurð þín og angan
munu vekja heitar þrár.
Morgundöggin á blöðum þínum
glitri á vörum hans
sem finnst þú fegurst rósa
og eina yndið hans.


Þú átt eftir að verða
blómlegur rósarunni,
litadýrð þín gleðja augu
og færa ilm um borg og sveit.
Í skjóli blaða þinna
búi litlar töfra dísir
sem fagna með þér
hverjum nýjum sólskinsdegi.Dalurinn
1950 -Ljóð eftir Dalinn

Kveðja (2005-01-03)
Getulaus (2005-01-10)
Það andaði köldu á milli okkar.
Þegar ég sá hana. (2006-01-03)
Ósk \"Fjallkonunnar\"
Kveiktu bara nýjan eld
Frétt ,spurning, svar. (2007-02-09)
Dóttir
Beðið (2008-02-24)
Gömul ást (2008-01-21)


[ Til baka í leit ]